Skúli Bao Bun og með því!

Ég elska „food trucks“, eða matarvagna eins og þeir kallast á íslenskunni sem samt hljómar bara alls ekki nógu djúsí.  Skúli Craft Bar, gamli barinn minn er kominn með einn svona matarvagn sem þeir kalla Skúli Bao Bun en þar servera menn gufusoðið brauð (Bao Bun) með 4 mism, fyllingum ásamt geggjuðum ristuðum sætum kartöflum.  Í umfjöllun minni um daginn um Bao Bun nefndi ég Skúla Bao Bun til sögunnar en ég var ekki nógu ánægður með Bao brauðið þeirra, ég taldi þetta þó vera byrjunarhnökra og ég held að það hafi verið nákvæmlega það því ég smakkaði þetta aftur hjá þeim í dag og það var bara stórkostlegt.  Brauðið mun skemmtilegra og ekki svona blautt og klístrað og mjög gómsætt.  Mér skilst svo reyndar að þeir séu núna með aðra uppskrift einmitt af því að brauðin voru ekki alveg að ganga upp.   Ég hafði svo áður prófað nokkrar fyllingar en í dag fékk ég mér portobello sveppafyllinguna og hún er alveg geggjuð, grísafyllingin er líka virkilega flott hjá þeim.

Þannig að svo ég uppfæri hér með umfjöllun mína um Skúla Bao Bun þá fá þeir nú hjá mér 100% thumbs up.   Svo er nauðsynlegt að skola þessu niður með einhverju ljúfmeti af krana inni á barnum.  Mildur IPA eða Pale Ale t.d. eða bara gamli góði Skúli Rauðöl.

2 athugasemdir við “Skúli Bao Bun og með því!

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s