Dulcey páskaegg og stout

IMG_6218

Nú líður að Páskum sem þýðir súkkulaði og meira súkkulaði en úrvalið er orðið ansi flott, það er hægt að fá egg af ýmsum toga núna frá nokkrum framleiðendum.  Svo má ekki gleyma snillingnum og súkkulaðimógúlnum Hafliða Ragnarssyni sem er að mínu mati besti súkkulaðigerðarmaður landsins.   Ég hef lengi haft augastað á páskaeggjunum hans en aldrei einhvern veginn látið vaða í þau þar til nú. Hvert egg er stórkostlegt lystaverk og maður í raun tímir ekki að skemma það og borða.  Nóg um það, við megum auðvitað ekki gleyma bjórnum en það er vel hægt að para bjór við súkkulaðieggin. 

Ég valdi Dulcey blond súkkulaðiegg handa okkur frúnni en ég viðurkenni samt að mig langaði dálítið í dökka súkkulaðieggið líka, ég bara elska dökkt súkkulaði.  Dulcey er hins vegar dásamlegt súkkulaði og ég sé ekki eftir því vali.  Það er hægt að leika sér með nokkra bjórstíla með þessu eggi en mig langaði að prófa gamlan félaga, Mikkeller Beer Geek Breakfast sem er dásamlegur hafra stout með 100 stig af 100 mögulegum á Ratebeer.com. Beer Geek er sögulegur bjór en þetta er einn af fyrstu bjórum Mikkellers og sá bjór sem kom Mikkeller á kortið á sínum tíma.  Bjórinn er virkilega vandaður og flottur, bruggaður með hafraflögum og eðal kaffi.  Hann býr þannig yfir notalegri rist, kaffi og svo látlausri en vel merkjanelgri sætu.  Það góða við þennan bjór er nafnið, morgunverður sem gefur manni þannig grænt ljós að drekka hann með súkkulaðiegginu á Páskamorgun.
IMG_6210Dulcey súkkulaði er eins konar blanda af mjólkursúkkulaði og karamellu, ja eða þannig upplifi ég það amk. Dúnamjúkt og rjómakennt og svo er ögn salt með.  Þessi blanda kallar dálítið á eitthvað mótspil, við viljum ekki meira sætt hér, það verður of mikið af því góða.  Stout eða porter er kjörinn bjór fyrir þetta verkefni.  Hér mætir beiskjan og ristin frá korninu sætunni og bráðnar einhvern veginn saman við og gerir mjög gott mót.  Kaffikeimurinn er líka velkominn en við erum auðvitað vön að tefla kaffi á móti flestum sætum eftirréttum, sumir nota meira að segja sykur í kaffið.  Súkkulaðikeimur er oft líka í þessum bjórum, dökkt súkkulaði sem er flott með mjólkursúkkulaðinu og svo tengir karamellan í egginu vel við karamellukeiminn frá ristaða korninu í bjórnum.  Sem sagt, hér erum við bæði með andstæður og samstæður.  Mjög ljúft.  

Okkar ástkæri Myrkvi frá Borg er einnig frábær með þessu en aðrir stout eða porter bjórar koma vel til greina.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s