Saltkjöt og Baunir með beittum IPA!

Það getur verið dálítið snúið að finna góða matarpörun fyrir beiskan IPA en það er þó vel hægt.  Hér er dæmi um frábæran stað fyrir þennan skemmtilega bjórstíl.  IPA er einkennandi beiskur og því getur bragðið verið dálítið dominerandi þegar það blandast við bragðflækjur máltíðarinnar.  Það þarf því eitthvað sem stendur föstum fótum gagnvart beiskjunni eða jafnvel tónar hana aðeins niður.  Saltur matur er kjörinn í þetta verkefni og hvað betra en okkar klassíski sprengidagsmatur saltkjöt og baunir?

Baunasúpan er þykk og mikil og saltið oft áberandi.   Auk þess er saltkjötið oftast nokkuð feitt og djúsí.  Þetta er algjört kjörlendi fyrir beittan IPA sem klýfur fituna niður og opnar alveg upp þennan þunga rétt og gerir hann léttari og þægilegri.  Saltið tvinnast við beiskjuna og dregur ögn úr henni á sama tíma og það kryddar dálítið bjórinn sjálfan og dregur fram notalegt bragðið frá korninu og gerinu.

Já afhverju ekki gera enn meira úr sprengideginum og gera þjóðlegan rétt dálítið skemmtilegri?  Þetta er að minnsta kosti skemmtileg leið til að finna hvernig þessi bjórstíll gegnur vel með feitu og söltu.  Prófið t.d. TUMA HUMAL frá Gæðing eða ÚLF frá Borg.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s