Pico de gallo

Pico de gallo er gott meðlæti með mexikóskum mat. Ferskt og gott. Þetta er einfalt en dálítið nauðsynlegt finnst mér.

Það sem þarf

  • 370 g ferskir kirsuberjatómatar, skornir smátt
  • 1/2 krukka jalpéno skorinn smátt
  • Safi úr 1 límónu
  • 1 tsk cumin duft
  • 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1/2 búnt ferskur kóríander skorinn smátt
  • 2 mtsk smátt skorin fersk basillika
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn mjög smátt
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Skvetta af góðri ólifuolíu

Aðferð

Blandið þessu bara öllu í skál, skvetta af olífuolíu yfir og berið fram.