Ég veit ekki hvort þið munið eftir Hrefnu #40 frá Borg, belgian strong ale bruggaður með krækiberjum sérstaklega fyrir Grillmarkaðinn. Mig minnir þetta hafi verið fyrir ári síðan eða rúmlega það kannski. Það er líklega enn hægt að fá flösku á Skúla Craft bar eða Grillmarkaðinum og er vel þess virði að prófa enda flottur bjór. Nú er svo kominn ný Hrefna, Hrefna 40.1 sem er 11% belgian strong ale tunnuþorskaður í 10 mánuði á Moscatel Roxo tunnu. Já og hann er líka bruggaður með íslenskum krækiberjum. Nú eru kannski ekki allir að drekka Moscatel á hverjum degi, ég veit að ég geri það alls ekki en sá drykkur er af portúgölskum uppruna og er styrkt eftirétta vín oftast yfir 60% áfengis, gert er úr hinni hvítu sætu Moscatel vínþrúgu. Roxo er svo afbrigði Moscatel vínþrúgunnar sem er dálítið bleik að lit og ku vera gríðarlega sjaldgæf ef marka má internetið!
Hrefna 40.1 er tær og falleg í glasi með koparlituðum blæ ekki ósvipað Moscatel drykknum sjálfum. Það er mikil lykt úr glasinu, krydd og sætir tónar, jafnvel hunang og appelsína? Í munni er mikil vínleg sæta og töluverður áfengisbruni með sætum heitum undirtón, hunang jafnvel! Mér finnst ég finna krækiberin alveg í blá restina en kannski er það bara af því að ég veit af þeim þarna? Já þetta er áhugaverður bjór vægast sagt og hann hitar mann án efa upp að innan.
Ég held að menn verði að nálgast þennan bjór fyrir það sem hann er, öflugur belgískur stong með áberandi áhrif frá tunnunni, alls enginn svaladrykkur.
Hrefna 40.1 kemur út í afar afar litlu upplagi og fer bara á valda bari og líkast til Grillmarkaðinn. Þannig að ef fólk vill sjokkera sig aðeins þá þarf að hafa dálítið fyrir því!