Þetta er eitthvað sem mun slá í gegn líkt og brokkolíaslatið okkar sem fær fjölda flettinga hér á hverjum degi. Ég bara veit það af því að þetta er algerlega geggjað kartöflusalat, og reyndar líka af því að allir sem hafa fengið þetta hjá okkur vilja uppskriftina. Þetta gengur með held ég bara flestu sem þú ert að elda. Einnig t.d. Sem álegg á spari pylsuna eða á burgerinn. Ég ætla að reyna hér að koma þessu frá mér á skikkalegan máta.
Það sem þarf (fyrir 6-8 manns sem meðlæti)
Auðvitað stillið þið svo kryddum eftir smekk, hér er bara svona viðmið.
- 700 – 1000 g kartöflur
- 8 kúfaðar mtsk majones
- 4 kúfaðar mtsk sýrður rjómi
- 1 mtsk dion sinnep
- 1/2 til heil líme, safinn
- Ca lúkufylli af fínt skornum graslauk.
- 2 stk skarlóttulaukur skorinn mjög fínt
- 1 gul eða rauð papríka, skorin mjög smátt
- 1 stk ferskur chilli skorinn smátt.
- 1/2 búnt kóríander fín saxað
- 1/2 búnt steinselja fín saxað
- 3-4 vorlaukar, skorið fínt
Aðferð
Byrjið á að sjóða kartöflurnar með hýðinu, veii, já það þarf sko ekkert að skræla. Þegar þær eru fullsoðnar takið þær til hliðar meðan þið græjið brúnt smjör (200g). Sjá aðferð að neðan. Þegar þið hafið brúnað smjörið þá kryddið þið smjörið með kryddunum (1-2 tsk reykt papríka, 1-2 tsk oregano, 1 tsk hvítlauksduft, salt og pipar.

Takið kartöflurnar og kremjið þær þannig að þær opnist (sjá mynd), setjið svo í eldfast mót eða á ofnplötu. Fínt að nota glas til að kremja kartöflurnar. Hellið brúna kryddsmjörinu yfir, kryddið með smá salti og pipar og chilli flögum og bakið í ofni við 200 gráður þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar. Hér getið þið í raun stoppað ef þið viljið, þessar kartöflur svona eru geggjað meðlæti. Ég myndi þá rífa yfir þær parmesan ost og svo aðeins aftur í ofn.
Látið annars kartöflurnar kólna meðan grænmetið er skorið niður. Skerið ferskan chilli, papríku og skarlottulauka niður í smátt, blandið öllu saman í skál ásamt söxuðum kóríander, steinselju, graslauk og vorlauk. Reynið að saxa graslaukinn og vorlaukinn eins hárfínt og þið getið því það gefur meira bragð (trikk sem við fengum frá Steinbirni á Brand Restaurant).

Út í þetta hrærið þið saman majonesi , sýrðum rjóma og dijon sinnepi (1 mtsk) og safa úr límónu (hálf til heil límóna). Kryddið aðeins með reyktri papríku.
Skerið kartöflurnar aðeins niður og blandið svo öllu saman í fallega skál. Það er smart að dreifa saxaðri rauðri papríku og steinselju yfir en auðvitað er það ekkert möst svo sem.
Brúnt smjör
Setjið smjörið í pott á meðal hita, látið malla þannig að kraumi í smjörinu. Passið að sjóða ekki of lengi þá brennur smjörið en það er svo alveg tilgangslaust að gera þetta ef smjörið er soðið of stutt. Smjörið á að verða brúnt og það á að koma svona karamellur hnetukeimur af því. Það er líka hægt að fara dálítið eftir því þegar smjörið fer að krauma öðruvísi og froða myndast á yfirborðinu og próteinin fara að falla út. Prófið ykkur bara áfram með þetta.
You must be logged in to post a comment.