Illiblóma Martini, hrærður ekki hrisstur!

Ég hef stöku sinnum sett inn hér uppskriftir fyrir hanastél þegar ég dett inn á eitthvað sérstaklega skemmtilegt að mínu mati. Bjóráhuginn er nefnilega pínu að fjara út því miður. Vonandi er það bara tímabil. En alla vega, ég hef reynt að fíla martini en það hefur bara reynst mér erfitt, allt of mikill vínandi líklega? Reyndar fannst mér Vesper Martini pælingin sem ég og Ragnar Freyr nafni minn duttum í hjá Marberg hér um árið dálítið skemmtileg. Líklega tengist það James Bond, eitthvað við það að smakka kokteilinn sem hann “bjó til”.

En ok, hér er ég með martini sem ég er virkilega ánægður með. Helvíti gott stöff. Hann er smá sætur og smá sterkur en alls ekki of og svo þessi sérstaki illiblómakeimur. Ég fann uppskrift á netinu en fór ekki alveg eftir henni en ég mun klárlega nota mína útgáfu næst. Og til að gefa smá skít í James Bond þá er þessi útgáfa hrærð en ekki hrisst eins og hann vildi hafa martini. Hrærð útgáfa gefur betra bragð og meira.

Það sem þarf í einn drykk

  • St Germain líkjör 40 ml
  • Himbrimi Old Tom Gin (dökkt) 40ml
  • Vermouth Antica Formula 20ml
  • Límónusafi 20ml

Aðferð

Taktu til fallegt martini glas. Settu svo klaka í kokteil hrisstara eða hátt glas. Settu svo öll hráefnin í hrisstarann og hrærðu vel þar til orðið vel kalt.

Svo er bara að “streina” í martini glas og njóta!

Færðu inn athugasemd