Við eldum oft eftir Halfbaked Harvest hér á þessum bæ enda er hún með frábærar uppskriftir. Með tímanum þróast uppskriftirnar hjá okkur, við fínstillum kryddin og bætum hráefnum við og lögum að okkar bragðlaukum. Hér er frábær réttur, einn af vinsælustu réttum í litlu fjölskyldunni okkar, white chicken chili. Chili er einhvers konar kjötkássa eða mjög þykk súpa.
Það sem þarf fyrir ca 4-6
- Kjúklinga lærkjöt, úrbeinað, einn og hálfan bakka
- Rauðlaukur, hálfur skorinn í smátt. Má vera annar laukur eins og Skarlottlaukur t.d.
- Þurrkað timian, ca 1 mtsk
- Hvítlauksgeirar, 2-3. Smátt saxaðir
- Reykt papríka, hálf mtsk
- Kóríanderkrydd, hálf mtsk
- Cummin, hálf mtsk
- Chili flögur hálf tsk eða eftir smekk bara
- Kjúklingasoð, 500-750ml
- Matreiðslurjómi, 500 ml eða meira
- Rjómaostur, 200g
- Rifinn cheddarostur 100g
- Smjörbaunir eða cannelonibaunir helst. Ein dolla, sigta vatnið frá.
- Salt og pipar eftir smekk
- Ferskt kóríander sem skraut
- 5 hálflinsoðin egg skorin í tvent
- 2 avocado skorin í lengjur
- Vorlaukur skorinn smátt
- Chili Krisp er mjög gott að bæta útá
- Rifinn cheddar sem meðlæti
- Heimagert salsa verde er geggjað en má sleppa.
Aferðin
Ef þið gerið salsa verde, sem í raun þarf ekki en er miklu betra þá er gott að byrja á þvi Set hér inn hlekk á einfalt en geggjað salsa verde.
Byrjið á að skera hálfan rauðlauk og 2-3 hvítlauksgeira smátt, mýkið í smjöri. Bætið svo kryddunum út í 1 mtsk timian, 1/2 mtsk reykt papríka, 1/2 mtsk cummin og 1/2 mtsk kóríander krydd. Svo ca 1/2 tsk chiliflögur. Fer reyndar eftir smekk. Steikið þetta aðeins saman, bætið svo kjúklingnum saman við og steikið aðeins uppúr kryddunum. Það má bæta smá ólífuolíu útá ef þetta er orðið þurrt. Svo bætið þið 500ml kjúklingasoði samanvið og um hálfum bolla af salsa verde og látið malla í smá stund áður en þið hellið 500ml matreiðslurjóma útá. Látið malla á meðal hita.
Þegar kjúklingur er soðinn í gegn þá rífið þið hann niður, sigtið vatnið frá baununum og bætið saman við. Látið malla áfram. Það má bæta kjúklingasoði útí ef þið viljið aðeins auka magnið. Ég bætti um 150 ml útí. Setjið svo líka um 200g rjómaost og 100g rifinn cheddarost, má vera meira sko. Þetta mallar áfram meðan meðlæti er gert klárt.
Smakkið til með salti og pipar, ég bætti líka lúku af ferskum kóríander útí. Sjóðið nú eggin í öðrum potti, látið suðuna koma upp, setjið svo varlega eggin útí, miðum við eitt egg á mann. Látið sjóða í um 7 mín og 15 sekúndur. Takið pottinn þá strax af hitanum og kælið með köldu vatni. Eggin ættu að vera rétt rúmlega linsoðin.

Skerið svo niður avocado, ferskan kóríander, setjið rifinn cheddar í skál, skerið vorlauk í smátt og setjið í skál. Skerið niður lime í báta. Nú er allt klárt. Við mælum með að setja kjúklingakássu í hverja skál, takið skurn af einu eggi og skerið í tvent og setjið í hverja skál, ferskur kóríander yfir, rifin cheddar og vorlaukur. Svo er frábært að kreista líme safa yfir og sletta smá chili krisp yfir. Það er líka frábært að sletta smá sala verde yfir allt í lokin. Svo bara að njóta!