Ok byrjum á pestóinu, pestó sem þú færð í krukku út í búð getur verið ágætt en heimagert er svo langt um betra. Þetta hér er t.d. geggjað. Hér er það með djúpsteiktu ravioli og klettasalati, og auðvitað ólífuolíu yfir og ekki skemmir fersk basillica.
Það sem þarf fyrir ca 4-5
Pyrir pestóið
- 200 g sólþurrkaðir tómatar (í krukku)
- 200 – 300 g grillaðar papríkur í krukku
- 20 g fersk basillica
- 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 60 g furuhnetur, ristaðar
- 50 g Parmesan rifinn
- 50 ml ólífuolía
- salt og
Fyrir rest
- 500 g ravioli pasta
- Djúpsteikingarolía
- Klettasalat
- Fersk basillica til skrauts
- Parmisan, rifinn
- Maísmjöl
- 3 egg

Aðferðin
Byrjum á pestó. Skerið sólþurrkaða tómata (200g) og grilluðu papríkurnar (200 – 300g) niður í grófa bita og setjið í matvinnsluvél. Bætið svo út í, um 20 g basillicu, 1-2 pressuðum hvítlauksgeirum, 60 g ristuðum furuhnetum og maukið þetta saman. Mér finnst ágætt að hafa dálítið grófa áferð á þessu en þið gerið það sem þið viljið
Blandið svo ólífuolíu (50ml) og 50 g rifnum parmesan osti saman við og hrærið saman með sleikju. Ef þetta er of gróft þá blandið þið aðeins áfram í matvinnsluvélinni. Salt og pipar eftir smekk.

Svo er það pasta. Hrærip 3 eggjum saman í skál, í aðra skál setjið þið slatta af maísmjöli. Veltið svo pasta uppúr eggjum og svo maísmjöli. Djúpsteikið í nokkrar mínútur þar til orðið stökkt og eldað inní. Þetta eru bara 2-3 mínútur, smakkið bara til.