Pizza Rosa a la Chris Bianco

Pizza er mest borðaði matur á heimsvísu enda góður matur og möguleikarnir nánast endalausir þegar kemur að áleggi. Ég hef skrifað um pizzagerð áður og ætla ekki að kafa of mikið í það hér en það er þó mikilvægt að taka það fram að hráefnið sem þú notar er það allra mikilvægasta. Ef hráefnið er bara svona la la þá verður pizzan aldrei meira en það. Mér finnst deigið vera það mikilvægasta, það er svo stór hluti af pizzunni og þvi mikilvægt að gera gott deig eða kaupa gott tilbúið deig.

Hugmyndir okkar hér kvikna oft út frá matreiðsluþáttum, eitthvað sem við sjáum þar og reynum að endurgera í eldhúsinu okkar heima. Um daginn datt ég niður á þáttaröð á Netflix, Chef’s Table Pizza sem fjallar heimsins meistara í pizzagerð. Þetta eru skemmtilegir þættir sem vert er að skoða. Í fyrsta þættinum er fjallað um Chris Bianco sem ku hafa komið pizzunni á kortið og gagnrýnendur tala um að hann geri bestu pizzur í Veröldinni. Vandamálið fyrir okkur sem langar að sannreyna það er að hann er með staðina sína í Arizona.

Auðvitað verður maður forvitinn og þess vegna langar mig að prófa Pizza Rosa sem er ein af þessum frægu á matseðlinum hjá Chris. Þessi pizza hljómar látlaus en ku vera ofsalega góð. Já og ég get auðvitað sagt það núna, hún er frábær. Hér kemur lýsing á því hvernig ég gerði hana, ég veit auðvitað ekkert hvernig pizzan hans Chris á að bragðast en þessi er svakaleg.

Það sem þarf í eina pizzu

  • Gott deig, ekki eitthvað semi gott deig. Mikilvægt!
  • Rauðlaukur, fínt sneiddur í mandolini
  • Ferskt rósmarin, smátt skorið, ca 2 mtsk
  • Pistasiukjanar, muldar
  • Rifinn parmesan, 1 bolli eða meira
  • Ferskur mozzarella, slitinn í sundur
  • Hvítlauksolía

Aðferðin

Deigið þarf að vera fullkomið, það er það mikilvægasta við pizzugerð skal ég segja ykkur. Gerið allt klárt, rífið parmesan, sneiðið rauðlaukinn, saxið rósmarin og myljið pistasiuhneturnar. Hitið ofninn þannig að hann sé tilbúinn. Hjá mér er það 450 gráður!

Fletjið út deigið í höndunum, ekkert kefli takk. Dreifið hvítlauskolíu yfir og svo helling af rifnum parmesan (ca 1 bolli). Passa að skilja eftir ca 2-3 cm af pissujaðrinum sem fær ekkert álegg. Þetta á að vera eins og teppi nánast, pressið ostinn varlega ofan í deigið. Osturinn sýgur aðeins upp olíuna þannig að botninn verði ekki of blautur. Svo eru það rauðlaukhringirnir (hálfur rauðlaukur), slatti alveg en fer eftir smekk. Dreifið svo rósmaríni (2 mtsk) yfir pizzuna og mozzarella osti sem þið slítið í sundur.

Verið tilbúin með pistastiuhneturnar (ca 2 mtsk). Bakið pizzuna í ofninum, þegar hún er alveg að verða klár takið þið hana út og dreifið pistasiukjörnunum yfir. Aftur inn í ofn í smá stund. Berið á borð með góðri ólífuolíu yfir.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s