Frábært hrásalat með asísku ívafi, gott t.d. á borgarann

Sigrún kona mín segir að ég einbeiti mér alltaf of mikið af aðal hráefninu þegar ég elda og gleymi meðlætinu. Ég get alveg tekið undir það, mér finnst oft meðlætið frekar óspennandi, það er samt hægt að gera það gott og spennandi en bara oft of mikil fyrirhöfn fyrir eindfalda sál eins og mig. Stundum tekst samt vel til og hér er dæmi um það, frábær leið til að framreiða grænmeti með t.d. grilluðum kjúkling eða geggjuðum hamborgara sem á allt gott skilið. Ég er að segja ykkur, börnin mín hámuðu þetta í sig!

Það er sunnudagur þegar ég skrifa þetta, við köllum hann stundum hægur sunnudagur, „slow sunday“, menn bara að hangsa og allt á rólegu tempói. Þá er tilvalið að elda eitthvað sem tekur langan tíma, hægeldaður gríst t.d. Okkar uppáhalds! Í kvöld ákvað ég að skella í „pulled pork burger “ með asísku coldslaw og heimalagaðri rauðlaukssultu. Ég verð að segja ykkur að þó svo að rifni grísinn hafi verið geggjaður að þá sló eiginlega hrásalatið í gegn!

Hugmyndin kviknaði út frá „Eldum Rétt“ sem við vorum með um daginn. Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna að þeir þarna hjá Eldum Rétt eru að gera virkilega flotta rétti með spennandi og framandi brögðum. Þetta hrásalat er gott dæmi

Ég veit ekki hvernig uppskriftin er frá þeim í smáatriðum en ég reyndir bara að apa eftir og tókst bara mjög vel til…..að mínu mati alla vega.

Það sem þarf:

  • 1/2 hvítkálshaus, lítill og rifinn í smátt með mandolin
  • 4 gulrætur rifnar í ræmur
  • ein lúka af ferskum kóríander, skorið gróft
  • eitt búnt af vorlauk, skorið smátt
  • 2 dl majones
  • 3-4 mtsk sesamolía, kannski aðeins meira?
  • 1 msk eplaedik
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 1 tsk dijon sinnep

Aðferð

Rífið kálið og gulræturnar fínt í mandolíni. Pressið hvítlauksgeira saman við, skerið kóríandir gróft og saxið vorlauk fínt. Blandið saman í skál. Hrærið svo majonesi saman við sesamolíuna og eplaedikið. Bætið svo dijon sinnepi saman við og hrærið vel. Ef þetta er of þykkt má alveg nota smá mjólk til að þynna. Blandið svo við salatið og berið fram.

Ég prófaði þetta með hægelduðum grís og heimalagaðri rauðlaukssultu og þetta var algerlega magnað.

Ein athugasemd við “Frábært hrásalat með asísku ívafi, gott t.d. á borgarann

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s