Stökkt Sloppy Joe smælki innblásið af BrewDog Reykjavík

Það er orðið dálítið síðan ég setti inn uppskrift hér síðast, ég hef bara ekki haft tíma en ég hef verið dálítið á ferðinni bæði til að drekka í mig náttúru og menningu en einnig skoða matarkúltúrinn hér og þar.  Mig langar að deila þessari einföldu uppskrift með ykkur því þetta er bara svo ofsalega gott.  Við getum sagt að þetta sé dálítið innblásið af Sloppy Joe kartöfluréttinum á BrewDog Reykjavík og kartöfluuppskrift frá nágranna okkar henni Björk.  Upphaflega fengum við kartöfluhugmyndina sem meðlæti frá Björk, alveg geggjað með öllu sem kallar á kartöflur.  Mig langaði að taka þetta skrefi lengra og uppfæra yfir í sjálfstæðan rétt.  Kannski ekki alveg sá hollasti í heimi en ó svo gott.

Þessi réttur kallar á bjór, það er bara ekkert annað í boði.  Við erum að tala um IPA, eða flottan Pale Ale en brakandi pilsener gengur líka.  Í kvöld vorum við með frábæran skýjaðan New England Pale Ale frá Malbygg sem Kisi heitir.  Reyndar verður maður að passa sig á brunanum í þessum rétt, ef hann er of mikill þá fer hann ekki vel með bjórinn.  En að pöruninni á eftir.

Það sem þú þarf í þetta (ca fyrir 6)

  • ca 700g Smælki
  • Hveiti, slatta í poka
  • salt og pipar
  • parmesan ost rifinn yfir
  • nautahakk 1 kg
  • 1 krukka af uppáhalds pastasósunni ykkar, eða gera sjálf frá grunni
  • smjör, helling, líklegast ein 100g, sneitt niður
  • dash af worcestershire sósu
  • dash af fiski sósu
  • ferskur rauður chilipipar, skorinn í litla hringi
  • vorlaukur skorinn í litla hringi
  • Sriracha sósa
  • Stonewall Kitchen Roasted Garlic Aiole eða eitthvað heimalagað gúmmelaði

Aðferðin.

Byrjið á smælkinu, það þarf mestan tíma.  Setjið það í pott og sjóðið þar til orðið soðið.  Kælið þá niður með köldu vatni.  Brjótið eða rífið hverja kartöflu til helminga.  Setjið slatta af hveiti í poka, salt og pipar, slatta líka.  Færið svo smælkið í pokann og hristið saman. Raðið svo kartöflunum í eldfast mót, sneiðið vel af smjöri yfir.  Inní ofn við 140 gráður (blástur), eftir klst þá veltið þið aðeins smælkinu og bætið smjöri ofan á og hækkið svo ofninn í 200 eða 220 gráður í ca 30 mín, aðal atriðið er að þetta verði stökkt.  Takið svo út og rífið parmesan ost yfir og lofið að bráðna inn í kartöflurnar.

Á meðan smælkið er inní ofninum þá hitið þið olíu á pönnu, setjið nautahakkið á pönnuna.  Steikið aðeins og bætið svo dash af Worcestershire sósu út á kjötið, þetta eru ca 2 msk eða svo.  Slettið líka fiski sósu yfir, ekki meira en svona 2 tsk.   Vel af pipar og salti og steikið þar til orðið stökkt og steikt í gegn.  Bætið svo pastasósu út á pönnuna og látið malla áfram.

Skerið niður vorlauk og chili, einn vorlaukur og einn chili ætti að vera nóg.  ‘Eg held að kóríander fari í þetta næst hjá mér, það væri fullkomið.

Þegar smælkið er klárt setjið þið nautahakkið á stóran disk eða skammtið á hvern disk fyrir sig, raðið stökka brakandi smælkinu ofan á.  Rífið meira parmesan ost yfir og svo setjið þið vorlauk og chili hringina yfir allt og kóríander ef þið eruð með það.

Setjið svo Aiole í sprautuflösku og sprautið fallegar línur yfir þetta allt, það má fara vel af þessu á þetta.  Gerið það sama við Sriracha sósuna, hún kemur reyndar í sprautuflösku.  Njótið.

20191022_195344.jpg

Pörunin.

Þetta er svakalega flottur réttur og bara alls ekkert voðalega hollur en það er stundum allt í lagi.  Smælkið verður stökkt og eins og karmeliserað í smjörinu.  Sósurnar lífga svo vel upp á réttinn og ásamt ferska chilinu skapa dálítinn bruna og hita.  Fitan, seltan og bruninn í þessum rétta hrópá á bjór, einhvern sem hefur kitlandi gos og dálítið bit svo sem beittur IPA eða humlaður og brakandi tékkneskur pilsner.  Humlarnir hér brjóta upp fituna og þurrka skánina af gómbogum, og preppa fyrir næsta bita. Kolsýran og maltað kornið í ölinu dempa svo chili brunann en ristin í bjórnum gefa létta karamellutóna sem tengja sérlega vel við karamelluáferðina á smælkinu.

Þetta er bara frábær og skemmtielgur réttur þar sem kartöflur eru í aðal hlutverki og velkomin tilbreyting frá frönskunum.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s