Eldbökuð Pizza og bjór!

Pizza og bjór er vel þekkt pörun, eitthvað sem við í raun bara gerum án þess að hugsa út í það ekki satt?  Oftast er það lager bjór sem verður fyrir valinu sem er bara fín pörun í  sjálfu sér, einfalt og gott.  Bjórinn gefur stuðninginn án þess samt í raun að bæta nokkru við.  Hins vegar finnur maður þegar maður sleppir lagernum að það vantar eitthvað.

Ég er staddur hér á Côte d’Azur eða það sem við þekkjum sem Frönsku Rivieruna sem er í rauninni strandlengja í S-Frakklandi sem liggur að Miðjarðarhafinu og nær milli Ítalíu í Norðri og Spánar í Suðri.  Við Sigrún höfum í mörg ár látið okkur dreyma um að skoða S-Frakkland og nú kom loks að því.  Við erum stödd hér í stóru húsi í agnar smáu fjallaþorpi sem liggur milli Nice og Cannes.  Þetta er dásemdar staður en rúsínan í mínum persónulega pylsuenda er útieldhús sem fylgir húsinu.  Hér getur maður grillað, eldað á eldavélinni eða það sem best er, eldað í eldofninum, já ég sagði eldofninum!  Ég get sagt ykkur að það er fátt sem jafnast á við það að dúlla sér við pizzugerð að kvöldlagi í 29 stiga hita í garðeldhúsi á meðan fjölskyldan svamlar um í lauginni skammt frá. Auðvitað er maður svo með franskt rauðvín við hönd á meðan maður stendur í „ströngu“.

20170715_231549
Útieldhúsið séð frá veröndinni, hér sést í grillið, eldofninn er í hinu horninu.  Dásamlegur reitur!

Það er dálítil kúnst að „stilla“ eldofninn rétt ef svo má segja.  Ég eldaði pizzur held ég þrisvar í ofinum í þessari ferð og ég skal segja ykkur að þetta eru bestu pizzur sem ég hef gert.  Í fyrstu umferð náði ég ekki nægilegum hita í ofninum og lenti í vandræðum en pizzurnar voru samt góðar.  Ég ráðfærði mig við nokkra góða og taka tvö var mun betri.  Ég notaði þá heilan poka af eldivið, hlóð upp bálkesti innst í ofninum og lét loga glatt.  Svo er maður ekkert að bíða eftir að þetta verði að kolum, bara drífa pizzurnar inn og muna að snúa reglulega til að fá jafnan bakstur.  Ég var með bara heldur klassískar ítalskar pizzur með hráskinku, fínt skornum kryddpylsum, rochefort osti, rifnum osti, tómötum, ólífum og svo bara ferska basilliku í lokin.  Botninn varð létt brenndur í köntunum, stökkur og dásamlegur og allt áleggið bráðnað í drasl.  Pylsurnar sem lágu efst voru líka örlítið brenndar sum staðar sem kom mjög vel út.

20120859_10155685076174274_1816093659_nÞað er 35 stiga hiti úti og svo þegar ofninn er kominn á flug, 300 gráður þá verður ansi heitt í eldhúsinu þó það sé úti.  Rauðvín gengur alveg svo sem á meðan maður er að elda…rauðvín gengur auðvitað alltaf, alls staðar ekki satt?  Hins vegar tókst mér að grafa upp IPA hérna í matvörubúðinni, bæði frá Brooklyn Brewing og BrewDog.  Ískaldur svona karl í þessum hita er bara nákvæmlega það sem maður þarf.  Við ákváðum svo að halda bara áfram í bjórnum með Pizzunum.

IPA er frískandi og hressandi sérstaklega í hitanum hér, hann gefur nokkra sætu sem tengir vel við ger og korn í pizzabotninum.  Það er einnig nokkur selta í álegginu, bæði frá ólifunum, kjötinu og blámygluostinum en beiskjan frá humlunum í bjórnum lyftir undir seltuna á vissan máta en á sama tíma kemur sætan frá maltinu inn á móti og skapar fullkomið jafnvægi.  Olían frá ólífunum og svo feita, rjómakennda áferðin í blámyglunni opnast vel upp með beiskjunni frá humlunum.  Þetta er bara algjör snilld.  Ég fékk mér líka gott rauðvín með pizzunni en það var bara ekki að gera sig.

 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s