Mín uppáhalds steik punktur. Eldunin skiptir miklu máli en auðvitað gæði kjötsins líka. Við viljum fitusprengt og fallegt kjöt. Þú biður um filet mignon steikur í kjötbúðinni eða skerð sjálfur niður miðhlutann í steikur ef þú kaupir nautalund í t.d. Bónus. Já þú færð nefnilega gott kjöt þar líka.
Það sem þarf
- Nautalund skorið í hæfilegar steikur
- Ólifuolía til steikingar
- Smjörklípa
- Ferskt rósmarín
- Hvítlauksgeirar
- Salt og pipar
Aðferð
Saltið og piprið vel steikurnar í skurðsárin. Olía á pönnu, kremjið nokkra hvítlauksgeira og setjið á pönnuna ásamt tveimur greinum af rósmarín. Steikið á háum hita í 3 til 4 mín á hvorri hlið. Bætið smjöri á pönnuna og ausið yfir steikurnar annað slagið.
Rúllið svo steikunum á rönd eftir pönnunni og lokið hliðunum þannig.
Færið steikurmar yfir í eldfast mót og bakið í ofni við 145 gráður þar til kjarnhita er náð, 54 – 55 gráður.
Látið svo kjötið hvíla í 10 til 15 mín áður en það er skorið