Ég er alltaf að detta niður á frábæra kokteila eða það sem við köllum víst hanastél á íslensku. Ég er svo endalaust að gleyma uppskriftunum eða bara gleyma hvaða kokteilar standa uppúr. Hér ætla ég að safna þeim sem mér finnst bestir, eiginlega mest bara fyrir mig.
Espresso Martini
Þessi er bara alltaf klassískur, þó ég sé ekki oft að fá mér þennan í seinni tíð þá er hann alltaf í uppáhaldi.
- 35 ml vodka
- 35 ml kahluha
- 35 ml espresso kaffi
Kælið espresso kaffið, setjið svo allt í shaker með klökum og hrisstið vel. Hristið svo aftur án klaka og hellið i fallegt glas.

Appelsínu súkkulaði Espresso Martini
Þessi er alveg geggjaður. Heill eftirréttur útaf fyrir sig. Flottur jóladrykkur.
- 35 ml vodka
- 35 ml kahlua
- 35 ml espresso kaffi
- 15 ml cointreau
- 15 ml súkkulaði síróp
Setjið öll hráefnin í shaker með klökum. Passið að hafa espresso kalt.
Hrisstið vel með klökum og svo aftur án klaka. Streina í fallegt glas og svo skreyta með appelsínu og söxuðu súkkulaði

Jasmín
Þessi er ofsalega hressandi, mikil sýra og appelsína með þægilega beiskju. Ég elska þennan dálítið
- 50 ml gin
- 15 ml campari
- 15 ml cointreu
- 15 ml sykursíróp
- 25 ml sítrónusafi
Maður hendir þessu bara í hrisstara með klökum og hrisstir. Ekki flókið

Jungle Bird
- 50 ml dökkt romm
- 15 ml campari
- 25 ml ananas safi
- 15 ml sykursíróp
- 25 ml límónu safi
Þetta er bara eins og með flesta þessa kokteila, setjið bara allt í shaker, fyllið upp með ísmolum og hrisstið vel. Streina svo í glas og skreytið með t.d. Ananasbita.

Pink Gin Sour
Pink gin er skemmtilegt að leika sér með. Hér er fallegur konudags drykkur t.d.
- 50 ml pink gin
- 25 ml sítrónu safi
- 20 ml sykursíróp
- Eggjahvíta úr einu eggi
Setjið allt í shaker ásamt klökum og hrisstið vel. Fyrst með klökum og svo án klaka til að fá þéttari froðu.
Hellið svo í fallegt glas glas á fæti.

Pink Kókos Gin Sour
Þessi drykkur er geggjaður bæði á borði og í munni. ég meina þetta er svo djúsí og fallegt.
- 25 ml pink gin
- 25 ml campari
- 25 ml kókosrjómi
- 25 ml sítrónusafi
- 12,5 ml sykursíróp
- Eggjahvíta úr einu eggi
Setjið allt í shaker með klökum. Hrisstið vel með klökum og svo aftur án klaka til að fá þétta froðu.

Freyðandi Jólastél
Ég veit ekki hvað skal kalla þennan drykk en þetta er jóla kokteill með krydduðu rommi eða bourbon og freyðivíni.
- 50 ml kryddað romm eða bourbon
- 35 ml trönuberjasafi
- 35 ml granateplasafi
- 17 ml Cointreau
- Þurrt freyðivín eftir smekk
- Ferskt trönuber og rósmarín grein
Allt nema freyðivín og skraut sett í shaker með ísmolum og hrisst. Strjúkið sítrónusneið eftir kantinum á glasinu, dýfið svo ofan í sykur. Hellið kokteil í glas og skreytið með trönuberjum og rósmarín

Old Cuban
Þessi er algerlega frábær og smá freyðandi líka, virkar frábærlega sem áramóta kokteill.
- 50 ml dökkt romm
- 25 ml límónusafi
- 25 ml sykursíróp
- 3 skvettur angastura bitter
- Þurrt freyðivín eftir smekk
- 3-4 stk fersk mynta
Setjið fyrst myntulaufin í shaker og kremjið þau til að opna þau. Bætið svo klaka og rest nema freyðivínið í shakerinn og hrisstið vel. Hellið í glas og toppið með freyðivíni. Skreytt með myntu

Whiskey Sour
Ok þessi kokteill er eins klassískur og þeir gerast en þetta er líklega minn allra uppáhalds koktleill
- 50 ml Whiskey
- 3 skvettur Angastura
- 25 ml sítrónusafi (ca 1 sítróna)
- 20 ml sykursíróp
- Eggjahvíta úr einu eggi
Setjið allt í shaker með klökum. Hrisstið vel með klökum og svo aftur án klaka til að fá þétta froðu.
Ath, fyrir extra gott twist þá hef ég bætt 15 ml Amaretto við þetta og minnkað þá whiskey niður í 35ml.

You must be logged in to post a comment.