Það er gaman að sjá að pöbbar og veitingahús um víða veröld eru farin að bjóða uppá matar og bjór paranir. Reyndar hafa menn úti í hinum stóra heimi gert þetta í einhver ár eins og t.d. Nørrebro Bryghus í Kaupmannahöfn þar sem allt hefur snúist um mat og bjór síðan þeir opnuðu dyr sínar 2003. Þegar þetta er ritað erum við hér heima líka farin að sjá ljósið og gleðina í því að tefla saman mat og bjór og það er bara ánægjulegt.
Hér að neðan munum við