Eftirréttur í dýrari kantinum, espresso martini tiramisu

Espresso martini er einn af okkar uppáhalds kokdillum en ég hef verið að reyna að mastera hann í nokkurn tíma núna.  Þegar ég svo náði honum fullkomnum fór ég að fikta í honum áfram og leika mér aðeins.  Ég prófaði t.d. að setja létt þeyttan rjóma ofan á drykkinn rétt áður en ég ber hann fram.  Þetta hefur slegið í gegn hér á mínu heimili og gestir eru svakalega ánægðir.  Rjóminn tekur í sig kaffið og Kahlua og verður algert salgæti þarna ofaná.

Um daginn sátum við saman konan og vinkona okkar og gæddum okkur á þessum drykk, þvílíkt hnossgæti, fljótlega fór umræðan að snúast um hvort ekki væri hægt að gera þetta sem rétt.  Eftirrétt t.d. …þar sem Sigrún mín er mjög hrifin af tiramisu þá datt mér í hug að auðvitað væri hægt að gera einhvers konar espresso martini tiramisu!  Hugmyndin var fædd, mér leiddist í dag svo ég ákvað að prófa þetta.  Ath ég er að búa til þessa uppskrift en byggi aðeins á tiramisu uppskrift auðvitað þannig að mögulega mun ég breyta henni með tímanum, fínpússa.  Það kann vera að þetta hafi verið gert áður, reyndar mjög líklegt en ég hef amk ekki séð neina slíka uppskrift.

Svona gerði ég þetta.

Það sem þarf fyrir 3:

  • Kokteilhristari
  • Ísmolar
  • Ca 200 ml rjómi
  • 1 egg (hvítan og rauðan aðskilin)
  • 70 ml Kahlua + 2 tsk auka í rjómann
  • 70 ml kalt sterkt kaffi
  • 70 ml Vodka
  • Suðusúkkulaði til að rífa yfir (má sleppa)
  • ½ mtsk bökunarkakó
  • 250 g mascarpone ostur (við stofuhita)
  • 50 g sykur
  • 8 stk lady fingers kex

wp-1598803251331.jpg

Aðferð

Ok við erum að tala um að þetta er espresso tiramisu martini og það þýðir að ég geri espresso martini hrist í shaker með klökum og allt, ekkert plat.  Ég mæli með að gera þrefalda uppskrift, þá er hægt að hella í sér glas til að njóta á meðan eftirrétturinn er lagaður.

Drífið í því að hella uppá gott sterkt kaffi, hellið því svo í skál svo það kólni hraðar.  Látið 250 g mascarpone ost og 1 egg ná stofuhita, mikilvægt.  Aðskiljið svo hvítuna og rauðuna.  Þeytið saman rauðuna og 50g sykur í skál.  Þegar þetta er komið saman þá bætið þið mjúkum mascarpone ostinum saman við ásamt 2 tsk Kahlua og þeytið þar til vel blandað saman eins og smjör.

Þeytið eggjahvítuna í annari skál þar til þið náið að mynda toppa.  Ekki alveg stífþeyta eins og við marens.  Leggið til hliðar.

Gerið espresso martini.   Takið fram hristarann og setjið nokkra ísmola í hann, svo 70 ml Kahlua, 70 ml kaffi og 70 ml Vodka (ef þið ætlið að gera þrefalda þá er betra að gera þriðja drykkinn sér).  Hristið eins og enginn sé morgundagurinn.  Takið fram 4 martiniglös og hellið í gegnum sigti í eitt glas, ef þið ætlið að fá ykkur þá eruð þið með 5 glös.   Brjótið svo 8 lady fingers í minni bita og leggið í skál og hellið svo espresso martini yfir og látið þetta blotna dálítið.   Raðið svo lady fingers í 3 martiniglös.

wp-1598803319912.jpg

Þvínæst blandið þið eggjahvítunni varlega saman við mascarpone blönduna.  Dreifið svo þessu yfir lady fingers lagið í glösunum þremur.   Grófsaxid suðusúkkulaði og dreifið yfir mascarpone lagið.

Næst setjið þið 200 ml rjóma í skál og svo hellið þið espresso martini úr hinu glasinu  saman við (sem sagt það fer heill einfaldur kokteill í þetta).  Þeytið svo rjóma martini blönduna þar til þið eruð sátt..

Dreifið rjómanum svo yfir mascarpone lagið, sigtið í lokin kakódufti yfir og setjið í kæli.   Þetta þarf amk 3 tíma í kæli en sólarhringur væri fullkomið, þá nær bragðið að koma fram og blandast vel.

Njótið!

2 athugasemdir við “Eftirréttur í dýrari kantinum, espresso martini tiramisu

Færðu inn athugasemd við Lind Hætta við svar

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s